Cart 0
 
Gaeta Gelato G.png
 

VELKOMIN

Ferskur og góður!

Við framleiðum gelato af ástríðu og bjóðum upp á fyrsta flokks ítalskan ís í hjarta Reykjavíkur. Hjá okkur fæst einnig ljúffengt ítalskt sorbe úr hágæða hráefnum, tíramísú, gelato-ístertur, sikileyskt cannoli og heitt súkkulaði, ásamt nýmöluðu kaffi frá Lavazza svo eitthvað sé nefnt.

gelato vöffluform.png

Handgerður gelato-ís

Gelato party stand.jpg

Gelato Party standur!

Ertu að plana afmælisveislu? Eða kannski viðburð tengdan vinnunni? Sama hvert tilefnið er þá erum við boðin og búin til þess að aðstoða. Það eina sem þú þarft að gera er að láta okkur vita hversu margir eru væntanlegir (á milli 20-200 manns) og við komum með gelatoísinn á veislubakka sem helst kaldur í allt að 6 klukkustundir. Fyrir frekari upplýsingar, sendið tölvupóst á gaeta@gelato.is og við svörum öllum þínum spurningum með ánægju.

Gelato production.png

Við vinnum af ástríðu

SAGA AF ÁSTRÍÐU…

Í 25 ár höfum við unnið að því að fullkomna handbragðið við framleiðslu á gelato-ís. Nú erum við flutt frá Ítalíu og ætlum að kynna Íslendinga fyrir töfrum gelato-íssins og ætlum því opna verslun í miðbæ Reykjavíkur. Gelato-ísinn okkar er ávallt nýlagaður, gerður bæði úr íslensku úrvalshráefni svo sem mjólk, rjóma og skyri sem og ítalskri gæðavöru líkt og pistasíum frá Sikiley og heslihnetum frá Piemonte. Öllu er svo blandað saman af natni svo úr verður gelato upplifun ólík öllu öðru!

 
Our signature.png
 

aðrir staðir:

Auk búðanna okkar þriggja getur þú fundið gelato ísinn okkar á eftirtöldum stöðum:

🚙 Aha.is - heimsending á höfuðborgarsvæðinu

📍Hagkaup - í öllum búðum um allt land (einnig Akureyri)

📍Melabúðin -Reykjavík, Vesturbær

📍Lókal Bistro - Húsavík

📍Ísbíllinn - keyrir gelato okkar um allt land, alla leið heim að dyrum

 

Heimagerður ítalskur ís

Gelato er ítalska orðið yfir ís en mikill munur er á ítölskum gelato ís og rjómaís eins og við þekkjum hann.

Ekta gelato-ís er ávallt nýlagaður án allra aukaefna, jafnt rotvarnar- sem og litarefna. Rjómaísinn inniheldur meiri rjóma og er því fitumeiri en sá ítalski, áferðin er mjólkurkenndari og léttari ásamt því að innihalda mun meiri sykur. Gelato-ís hefur hins vegar silkikenndari og mýkri áferð ásamt því að vera þéttari í sér en rjómaísinn. Allt kemur þetta heim og saman við framleiðsluaðferðirnar; gelato-ís er snúið hægar en rjómaís og þess vegna er rjómaísinn léttari og loftmeiri en gelato-ís þéttari. Þegar reiða skal fram gelato-ís er forn hefð fyrir því að nota sérstakan spaða sem minnir á flata sleif en þegar unnið er með annars konar ís er notuð kúluísskeð.

 
Logo_Gelateria-Gaeta_def_simbolo_brown.png
 
 
 
Gaeta Gelato G.png
 

Ekta ítalskur gelato-ís

Einungis er notast við náttúruleg litarefni hráefnannas

Pistacchio paste.jpeg