L’ISLANDA ITALIANA
Íslensk mjólk, ítalskar hefðir. Gelato-ísinn okkar er ávallt nýlagaður. Gerður úr íslenskri mjólk og ítalskri gæðavöru - líkt og pistasíum frá Sikiley og heslihnetum frá Piemonte.
ÍSBÚÐIR
Í ísbúðunum okkar finnurðu allt að 20 tegundir af gelató bragðtegundum, auk annarra kræsinga.
Ingólfstorg
Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Opið 12:30 til 23:00 alla daga
Laugavegur
Laugavegur 23, 101 Reykjavík
Opið 12:30 til 23:00 alla daga
Hlemmur mathöll
Laugavegur 107, 105 Reykjavik
Opið 17:00 til 22:00 alla daga
ÚTSÖLUSTAÐIR
Auk búðanna okkar þriggja getur þú fundið gelato ísinn okkar á eftirtöldum stöðum.
Hagkaup
Verslanir um allt land
Melabúðin
Vesturbær í Reykjavík
Lókal Bistro
Húsavík
Ísbíllinn
keyrir gelató okkar um allt land heim að dyrum
HEIMSENDING
Þú getur pantað gelató í boxi til að fá heimsent bæði á Wolt og AHA.
(svo geturðu pantað til að sækja hér á vefnum)
GELATÓ POP-UP!
Ertu að plana afmælisveislu? Eða viðburð tengdan vinnunni? Sama hvert tilefnið er þá erum við boðin og búin til þess að aðstoða. Það eina sem þú þarft að gera er að láta okkur vita hversu margir eru væntanlegir (á milli 40-200 manns) og við komum með gelató á veislubakka sem helst kaldur í allt að 6 klukkustundir. Sendu okkur póst á gaeta@gelato.is og við svörum öllum þínum spurningum með ánægju.
HVAÐ ER GELATÓ?
Gelato er ítalska orðið yfir ís en mikill munur er á ítölskum gelato ís og hefðbundnum rjómaís. Ekta gelató er ávallt nýlagaður án allra aukaefna. Rjómaísinn inniheldur meiri sykur og rjóma og er því fitumeiri en sá ítalski og áferðin er loftkenndari. Gelató hefur hins vegar silkikennda áferð og er bæði þéttur í sér og bragðmikill. Allt kemur þetta heim og saman við framleiðsluaðferðirnar; gelató er þeyttur hægar en rjómaís og þess vegna er rjómaísinn léttari og loftmeiri en gelató þéttari.